fbpx
Miðvikudagur 19.nóvember 2025
433Sport

Segir Lukaku vera tifandi tímasprengju innan leikmannahóps Chelsea – Gætu hafa verið mistök að kaupa hann

Aron Guðmundsson
Föstudaginn 21. janúar 2022 15:42

Það er svolítið síðan Romelu Lukaku spilaði fyrir Chelsea. Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jamie Carragher, fyrrverandi leikmaður Liverpool og sérfræðingur á Sky Sports, skrifaði pistil í The Telegraph þar sem að hann segir að Romelu Lukaku, framherji Chelsea, sé tifandi tímasprengja innan leikmannahóps Chelsea. Hann segir framherjann lítið hafa lært síðan að hann yfirgaf herbúðir Manchester United á sínum tíma.

Lukaku gekk til liðs við Chelsea fyrir yfirstandandi tímabil fyrir rúmar 97,5 milljónir punda. Hann byrjaði tímabilið vel og það virtist sem kaupin hefðu gengið fullkomlega upp en síðan þá hefur staðan tekið stefnu til hins verra.

Hann fór í umdeilt viðtal hjá Sky Sports undir lok síðasta árs og nú hefur dregið úr markaskorun hans.

,,Þegar að Lukaku gekk til liðs við Chelsea var horft á það þannig að hann væri breyttur leikmaður og öðruvísi en hann var hjá Manchester United á sínum tíma. Núna sex mánuðum síðar er hægt að segja að svo er ekki.

Carragher segir Thomas Tuchel, knattspyrnustjóra Chelsea vera að eiga við sama leikmann og náði að láta forráðamenn Manchester United missa þolinmæðina og selja hann til Inter Milan.

,,Það er þess vegna sem ég tel það sé tifandi tímasprengja innan leikmannahóps Chelsea þar sem leikmaðurinn er farinn að missa þolinmæði gagnvart félaginu og gagnkvæmt,“ segir Carragher og vísar í viðtal sem Lukaku fór í hjá Sky Sports á Ítalíu þar sem hann nánast óskaði sér það heitast að snúa aftur til Inter Milan.

Carragher gengur jafnvel svo langt að segja að Chelsea liðið spili betur án Lukaku. ,,Raunveruleikinn er sá að liðið lítur út fyrir að ná meira flæði á boltann og vera hættulegra án hans.“

Carragher segir of snemmt að segja til um það hvort það að kaupa Lukaku hafi verið mistök hjá Chelsea. ,,En ef það verður ekki breyting á gengi Chelsea og Tuchel hættir að treysta Lukaku núna fyrir stærstu leikina í ensku úrvalsdeildinni og Meistaradeild Evrópu, þá gæti það hafa verið mistök.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Þetta eru áhrifin sem Afríkumótið mun hafa á ensku deildina – Sunderland missir helling og United fær að finna fyrir því

Þetta eru áhrifin sem Afríkumótið mun hafa á ensku deildina – Sunderland missir helling og United fær að finna fyrir því
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Benzema ekki á þeim buxunum að hætta – Orðaður við ótrúlega endurkomu

Benzema ekki á þeim buxunum að hætta – Orðaður við ótrúlega endurkomu
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Árni Snær heldur áfram í Garðabænum

Árni Snær heldur áfram í Garðabænum
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Birta ræðu Arnars í klefanum eftir vonbrigðin í Úkraínu – „Stundum þarftu að fara í gegnum fokking heartbreak í lífinu“

Birta ræðu Arnars í klefanum eftir vonbrigðin í Úkraínu – „Stundum þarftu að fara í gegnum fokking heartbreak í lífinu“
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Nefna fimm ensk félög sem gætu skoðað Neymar – Getur komið frítt í janúar

Nefna fimm ensk félög sem gætu skoðað Neymar – Getur komið frítt í janúar
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Írarnir nota rödd Gumma Ben til að gera hlutina enn betri – Heimir var þá þjálfari liðsins

Írarnir nota rödd Gumma Ben til að gera hlutina enn betri – Heimir var þá þjálfari liðsins