fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
433Sport

Enski boltinn: Vont tap hjá Everton – Öruggur sigur Wolves

Helga Jónsdóttir
Laugardaginn 15. janúar 2022 17:00

Adama Traoré / Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þremur leikjum var að ljúka í ensku úrvalsdeildinni rétt í þessu.

Newcastle tók á móti Watford og lauk leiknum með jafntefli. Saint-Maximin kom Newcastle yfir snemma í seinni hálfleik. Lengi leit út fyrir að Newcastle myndi ná mikilvægum þremur stigum en svo varð ekki þar sem Joao Pedro jafnaði metin undir lok leiksins. Newcastle er því enn í fallsæti en Watford er í 17. sæti.

Á sama tíma tók Norwich á móti Everton. Heimamenn komust yfir strax á 16. mínútu er Michael Keane varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark. Aðeins tveimur mínútum síðar tvöfaldaði Adam Idah forystu heimamanna og þannig var staðan í hálfleik og stuðningsmenn gestanna allt annað en sáttir og blótuðu Benitez í sand og ösku. Richarlison minnkaði muninn þegar klukkustund var liðin af leiknum en lengra komust gestirnir ekki og 2-1 sigur Norwich staðreynd.

Loks tók Wolves á móti Southampton og unnu heimamenn nokkuð öruggan sigur. Raul Jimenez kom Wolves yfir undir lok fyrri hálfleiks úr vítaspyrnu og Conor Coady tvöfaldaði forystuna eftir tæpan klukkustundar leik með skalla. James Ward-Prowse minnkaði muninn fyrir gestina á 84. mínútu en það dugði skammt þar sem Adama Traoré gulltryggði sigur Wolves með marki í uppbótartíma.

Newcastle 1 – 1 Watford
1-0 Allan Saint-Maximin (´49)
1-1 Joao Pedro (´88)

Norwich 2 – 1 Everton
1-0 Michael Keane (´16)
2-0 Adam Idah (´18)
2-1 Richarlison (´60)

Wolves 3 – 1 Southampton
1-0 Raul Jiménez (´37)
2-0 Conor Coady (´59)
2-1 James Ward-Prowse (´84)
3-1 Adama Traoré (´90+1)

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Mun ekki vinna með Kristian – Launakröfurnar alltof háar

Mun ekki vinna með Kristian – Launakröfurnar alltof háar
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Slot telur nánast öruggt að tilboði Liverpool verði tekið

Slot telur nánast öruggt að tilboði Liverpool verði tekið
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Mjólkurbikarinn: Breiðablik óvænt úr leik

Mjólkurbikarinn: Breiðablik óvænt úr leik
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

England: Meistararnir í engum vandræðum með Brighton

England: Meistararnir í engum vandræðum með Brighton
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Staðfestir að hann sé ekki hættur – Endurkoma á næstunni

Staðfestir að hann sé ekki hættur – Endurkoma á næstunni
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Gætu neyðst til að selja vonarstjörnuna í sumar vegna fjárhagsvandræða

Gætu neyðst til að selja vonarstjörnuna í sumar vegna fjárhagsvandræða