Það hefur nokkuð verið tekist á um það hvort Cristiano Ronaldo hafi í raun og veru bætt einhverju við lið Manchester United. Hann hefur skorað og lagt upp mörk en samt fengið gagnrýni.
Tölfræði Manchester United með og án Ronaldo er einkar áhugaverð. Þannig skorar liðið nánast sama fjölda af mörkum með og án hans.
Liðið fær hins vegar miklu færri mörk á sig, með Ronaldo í liðinu fær United 1,5 mark á sig í leik en án hans eru mörkin 0,7.
Liðið vinnur ögn fleiri leik án Ronaldo sem er einnig áhugaverð staðreynd.