Callum Hudson-Odoi gekk í raðir Leverkusen í sumar og kom þangað á lánssamningi frá Chelsea á Englandi.
Talið er að Chelsea geti kallað vængmanninn til baka í janúar ef hann stenst væntingar í Þýskalandi.
Englendingurinn var spurður út í þennan möguleika í gær en hann hafði sjálfur lítið að segja og ætlar bara að gera sitt besta fyrir nýja félagið.
,,Ég get ekki tjáð mig mikið um þetta því þetta er ekki mín ákvörðun,“ sagði Hudson-Odoi.
,,Ég get bara gert það sem ég get fyrir Leverkusen og reynt að ná fram mínu besta. Við vitum ekki hvað gerist áður en tímabilinu lýkur.“
,,Eins og er þá einbeiti ég mér bara að því að spila eins mikið og ég get og að hjálpa liðinu.“