Barcelona horfir til Wolves í leit að arftaka Sergio Busquets. Sport segir frá.
Hinn 34 ára gamli Busquets er líklega á förum frá Barcelona þegar samningur hans rennur út næsta sumar. Hann hefur verið sterklega orðaður við Inter Miami í Bandaríkjunum.
Busquets hefur spilað með Börsungum allan sinn meistaraflokksferil og verið lykilmaður á miðjunni hjá liðinu í meira en áratug.
Æðstu menn hjá Barcelona vilja fá Ruben Neves til að leysa Busquets af.
Börsungar reyndu að fá hann í sumar. Á endanum komu félögin sér þó ekki saman um kaupverð.
Barcelona mun hins vegar reyna aftur næsta sumar.
Samningur Neves við Wolves rennur út sumarið 2024.