Valur er úr leik í Meistaradeild Evrópu þetta tímabilið eftir jafntefli gegn Slavia Prag á útivelli í dag.
Valskonur töpuðu fyrri leiknum hér heima 0-1 og þurftu því á sigri að halda í dag.
Það gekk hins vegar ekki. Leiknum lauk með markalausu jafntefli. Valur fékk dauðafæri til að skora á lokamínútum leiksins.
Það verður því Slavia sem fer í riðlakeppni Meistaradeildarinnar á kostnað Vals.
Valur tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn á dögunum annað árið í röð.
Liðið spilar lokaleik sinn á tímabilinu á laugardag, þegar Selfoss kemur í heimsókn.