Adama Traore, einn fljótasti leikmaður heims, var virkilega óánægður er hann fékk eigin tölur úr tölvuleiknum FIFA 23.
Nú styttist í að FIFA 23 verði gefinn út en Traore fær 83 af 100 þegar kemur að líkamlegri getu í leiknum.
Það er eitthvað sem hann sjálfur er mjög óánægður með enda um gríðarlega sterkan og fljótan leikmann að ræða.
Traore spilar með Wolves í ensku úrvalsdeildinni og var ekki lengi að láta í sér heyra. Hann gagnrýndi einnig ákvörðun leiksins að gefa sér 38 í varnarvinnu.
,,Ég vona að þetta verði betra á þessu ári. Að mínu mati á talan að vera 90,“ sagði Traore áður en hann vissi.
,,Er þetta minna en 90? Ég er ekki ánægður nú þegar. 83? í Alvöru? Þetta ætti að vera 90, þetta er mjög lélegt.“
,,Ég samþykki sendingargetuna og skotin en varnarlega ætti þetta líka að vera betra, meira en 38, klárlega.“