Sadio Mane yfirgaf lið Liverpool í sumar og skrifaði undir hjá þýsku risunum í Bayern Munchen.
Mane var lengi einn allra mikilvægasti leikmaður Liverpool eftir að hafa komið frá Southampton sem leikur einnig í efstu deild Englands.
Salif Diao, fyrrum leikmaður Liverpool, er á því máli að Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, hafi verið ástæðan fyrir brottför Mane.
Diao telur að Mane hafi ekki fundið fyrir nógu mikilli ást frá Klopp á Anfield og ákvað þess vegna að færa sig um set í sumar.
,,Hann var hérna í nokkur ár og á einhverjum tímapunkti þá tel ég að hann hafi ekki fundið fyrir þeirri ást sem hann þurfti á að halda, á Anfield,“ sagði Diao.
,,Ég er ekki að tala um stuðningsmennina, ég held að þetta tengist stjóranum. Hlutirnir voru ekki að ganga eins og þeir áttu að gera svo hann ákvað að leita að nýrri áskorun.“
,,Sem toppleikmaður, eftir fjögur eða fimm ár hjá félagi er alltaf gott að leita að nýrri áskorun.“