FH-ingar eru að undirbúa sig að krafti fyrir úrslitaleik bikarsins sem fram fer á laugardag en þar mætir liðið Víkingi.
FH er í fallsæti í Bestu deildinni en er komið í bikarúrslit.
Félagið er verulega áberandi á samfélagsmiðlum fyrir leikinn og í dag birtist myndband þar sem leikmenn svara spurningum um liðsfélagana.
Þar kemur margt skemmtilegt fram eins og sjá má hér að neðan.