Varnarmaðurinn Jason Denayer hefur verið sterklega orðaður við Wolves í ensku úrvalsdeildinni undanfarið.
Denayer er landsliðsmaður Belgíu en hann yfirgaf lið Lyon í sumar og er án félags þessa stundina.
Denayer er þó ekki á leið til Wolves samkvæmt nýjustu fregnum og vill frekar elta peningana í Sameinuðu arabísku furstadæmunum.
Þessi öflugi leikmaður er á leið til Shabab Al-Ahli þar í landi og hefur hafnað því að skrifa undir hjá Wolves.
Shabab Al-Ahli hefur boðið leikmanninum betri laun en Wolves og ákvað hann þess vegna að taka þetta í raun undarlega skref.
Það er ekki óeðlilegt fyrir leikmenn að enda á slíkum stöðum en Denayer er aðeins 27 ára gamall og á nóg eftir á ferlinum.
Wolves hafði mikinn áhuga á að semja við Denayer sem lék með Manchester City á sínum yngri árum.