Íslenska U-21 árs landsliðið fer ekki á lokamót EM á næsta ári eftir markalaust jafntefli gegn Tékklandi í dag. Fyrri leikur liðanna fór 1-2 fyrir Tékka á Íslandi og þurfti því sigur í dag. Hér að neðan má sjá einkunnir leikmanna Íslands.
Lestu nánar um leikinn hér.
Hákon Rafn Valdimarsson – 8
Þurfti ekki oft að verja en var gríðarlega öruggur í því sem ætlast var til af honum, líkt og í síðasta leik. Átti mjög góða vörslu seint í leiknum.
Valgeir Lunddal Friðriksson – 6
Kom inn úr bakverðinum í þriggja miðvarða kerfi í dag og leysti það örugglega. Rautt spjald í lok leiks lækkar einkunina um einn.
Róbert Orri Þorkelsson – 7
Miðverðirnir gerðu sitt virkilega vel í dag.
Ísak Óli Ólafsson – 7
Miðverðirnir gerðu sitt virkilega vel í dag.
Óli Valur Ómarsson (72′) – 6
Var líflegur og sýndi góð tilþrif á köflum úti hægra megin.
Andri Fannar Baldursson – 8 – Maður leiksins
Mest skapandi miðjumaður íslenska liðsins, líkt og í síðasta leik, þar sem hann var bestur. Besti maður vallarins ásamt Hákoni í kvöld.
Kolbeinn Þórðarson (81′) – 6
Skilaði fínni frammistöðu á miðjunni, þar sem Íslands stjórnaði á löngum köflum ferðinni.
Kristian Nökkvi Hlynsson – 6
Sýndi hvers hann er megnugur á köflum, enda með mikla hæfileika.
Dagur Dan Þórhallsson (72′) – 7
Skilaði góðu dagsverki úr vængbakverðinum. Kom aðeins inn á völlinn einnig og átti með hættulegri marktilraunum Íslands í leiknum.
Orri Steinn Óskarsson – 6
Sást afar lítið til hans í fyrri hálfleik en vann sig vel inn í leikinn í þeim seinni.
Brynjólfur Willumsson (90′) – 7
Var virkilega líflegur í fyrri hálfleik og líklega besti maður Íslands þar. Dró aðeins af honum í seinni en heilt yfir góð frammistaða.
Varamenn
Logi Tómasson (72′) – 5
Bjarki Steinn Bjarkason (72′) – 5
Aðrir spiluðu of lítið til að fá einkunn