fbpx
Þriðjudagur 23.apríl 2024
433Sport

Eiður Smári og félagar til umræðu – „Þetta er óraunverulegt að mörgu leyti“

Helgi Sigurðsson
Þriðjudaginn 27. september 2022 11:30

Eiður Smári Guðjohnsen / Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sjónvarpsþáttur 433.is er snúinn aftur eftir sumarfrí. Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Íslands- og bikarmeistara Víkings Reykjavík, er fyrsti gestur. FH var til að mynda til umræðu í þættinum, en liðið mætir einmitt Víkingi í bikarúrslitaleik á laugardag.

FH hefur átt í miklum vandræðum í Bestu deildinni í sumar og eru í fallsæti nú þegar henni hefur verið skipt upp. Það hefur þó verið aðeins bjartara yfir í Hafnarfirðingum upp á síðkastið.

Arnar hefur miklar mætur á Eiði Smára Guðjohnsen, þjálfara FH og Sigurvini Ólafssyni, aðstoðarmanni hans.

„Þetta eru engir jólasveinar. Eiður er einn af okkar ástsælustu leikmönnum og var undir stjórn færustu þjálfara í heiminum. Þessir menn kunna eitthvað fyrir sér í faginu. Það er annar bragur á FH-liðinu. Þeir eru orðnir þéttari og eru ekki að leka eins mikið af mörkum.“

Arnar viðurkennir þó að honum finnist skrýtið að sjá stórt félag eins og FH í þessari stöðu.

„Þetta er óraunverulegt að mörgu leyti. Þú ert allt í einu kominn í þá stöðu að þú ert mikið að horfa aftur fyrir öxlina á þér. Þetta er óþægileg staða, alveg sama hversu góður þú ert í fótbolta.

Þetta er mjög flottur leikmannahópur, en svo spilar mikið inn í. Þessi hefð félagsins að vera alltaf á toppnum getur verið sligandi fyrir leikmenn.“

Arnar telur þó að gengi liðanna í deildinni skipti engu í bikarúrslitaleiknum.

„Þú getur ýtt deildinni til hliðar. Þetta er ný keppni og allt í einu tækifæri á að komast í Evrópu líka.“

Hér að neðan má sjá sjónvarpsþátt 433.is í heild, en hann er á dagskrá öll mánudagskvöld.

video
play-sharp-fill
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Hlakkar til að fylgjast með uppgangi John – „Það er ekkert skemmtilegra“

Hlakkar til að fylgjast með uppgangi John – „Það er ekkert skemmtilegra“
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Katrín myndi vilja bjóða Jurgen Klopp á Bessastaði – „Hann er miklu meiri stemningsmaður en ykkar maður“

Katrín myndi vilja bjóða Jurgen Klopp á Bessastaði – „Hann er miklu meiri stemningsmaður en ykkar maður“
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Þessir eru líklegastir til að taka við United í sumar ef Ten Hag verður rekinn

Þessir eru líklegastir til að taka við United í sumar ef Ten Hag verður rekinn
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Af hverju var Glazer að funda með þessum manni í London í gær?

Af hverju var Glazer að funda með þessum manni í London í gær?
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Sancho þénaði sturlaðar upphæðir utan vallar á síðustu leiktíð

Sancho þénaði sturlaðar upphæðir utan vallar á síðustu leiktíð
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Þvílík endurkoma – Sjáðu markið sem stjarna Arsenal skoraði eftir margra mánaða fjarveru

Þvílík endurkoma – Sjáðu markið sem stjarna Arsenal skoraði eftir margra mánaða fjarveru
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Kristján segir dómara landsins skíthrædda við Víkinga – „Þetta er bara galið“

Kristján segir dómara landsins skíthrædda við Víkinga – „Þetta er bara galið“
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Glugganum skellt í lás á miðvikudagskvöld

Glugganum skellt í lás á miðvikudagskvöld
Hide picture