Antonio Valencia, fyrrum fyrirliði Manchester United, vonast til að sjá landa sinn Moises Caicedo skrifa undir hjá félaginu einn daginn.
Caicedo er einn af mest spennandi leikmönnum ensku deildarinnar í dag en hann spilar með Brighton og kom þangað í Febrúar í fyrra.
Caidedo hefur vakið töluverða athygli fyrir frammistöðu sína með Brighton en hann er frá Ekvador líkt og Valencia.
Valencia hefur mikla trú á þessum 20 ára gamla miðjumanni og vill sjá hann semja við stærra félag í framtíðinni.
,,Vonandi getur Caceido skrifað undir hjá stórliði í ensku úrvalsdeildinni,“ sagði Valencia við Studio Football.
,,Hann er mjög auðmjúkur strákur, hann fæddist til að ná árangri og vonandi getur hann komið til Manchester United.“