Olivier Giroud, leikmaður AC Milan, er orðinn elsti markaskorari í sögu franska landsliðsins.
Giroud er 35 ára gamall en hann gerði garðinn frægan með Arsenal og hélt síðar til Chelsea og svo Milan.
Giroud mun líklega spila með Frökkum á HM í Katar en hann komst á föstudag er liðið vann lið Austurríkis, 2-0.
Framherjinn öflugi bætti met Roger Marche sem var 35 ára og 287 daga gamall er hann skoraði gegn Spánverjum árið 1959.
Giroud er enn að raða inn mörkum bæði fyrir félagslið og landslið en hann er 35 ára og 358 daga gamall.
Frakkland var að vinna sinn fyrsta leik í A-deild Þjóðadeildarinnar eftir mjög erfiða byrjun.