Neymar, leikmaður Paris Saint-Germain, er orðinn fullsaddur á að vera spurður út í liðsfélaga sinn Kylian Mbappe.
Neymar er þessa stundina í landsliðsverkefni með Brasilíu og var spurður út í Mbappe í gærnótt.
Mikið hefur verið talað um að samband Neymar og Mbappe sé slæmt og að sá síðarnefndi hafi viljað losna við Neymar í sumar.
Blaðamaður reyndi að fá eitthvað út úr Neymar eftir leik Brasilíu en æþað gekk hins vegar erfiðlega.
Neymar labbaði einfaldlega burt eftir spurninguna og hafði engan áhuga á að ræða Mbappe sem er franskur landsliðsmaður.
Here’s Neymar when asked about Kylian Mbappé after Brazil game tonight. 🇧🇷🇫🇷 #PSG
Here @ojbsports question and Ney’s answer ⤵️🎥pic.twitter.com/Zo1s55dBWx
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) September 23, 2022