Afturelding 1 – 3 Valur
0-1 Cyera Hintzen(‘7)
0-2 Anna Rakel Pétursdóttir(’36)
1-2 Guðrún Elísabet Björgvinsdóttir(’38)
1-3 Cyera Hintzen(’87)
Valur er Íslandsmeistari kvenna árið 2022 eftir leik við Aftureldingu í næst síðustu umferð Bestu deildarinnar.
Valskonur hafa verið frábærar á tímabilinu og tapað aðeins einum leik sem var gegn Þór/KA þann 3. maí.
Það var mikið undir fyrir bæðui lið í þessum leik en nú er ljóst að Afturedling er fallið í Lengjudeildina og mun leika þar næsta sumar.
Afturelding þurfti á sigri að halda til að eiga möguleika á að halda sér í efstu deild en nú eru fjögur stig í Keflavík sem situr í 8. sætinu.
Valur er að vinna sinn annan Íslandsmeistaratitil í röð en liðið sigraði einnig deildina í fyrra sem og 2019.
Liðið er á toppi deildarinnar með 42 stig eftir 17 leiki, 12 stigum á undan Breiðablik sem er í öðru sæti.