fbpx
Fimmtudagur 01.desember 2022
433Sport

Engan bilbug að finna á þjálfaranum þrátt fyrir 9-0 tap í Víkinni – „Leiknishjartað stækkaði um helming í gær“

Helgi Sigurðsson
Fimmtudaginn 8. september 2022 10:20

Sigurður Heiðar Höskuldsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leiknir Reykjavík mátti þola 9-0 tap gegn Víkingi Reykjavík í Bestu deild karla í gær.

Það er þó engan bilbug að finna á Sigurði Heiðari Höskuldssyni, þjálfara Leiknis, þrátt fyrir tapið.

Leiknir er enn í hörkubaráttu um að halda sæti sínu í deildinni. Sigurður segir markmiðin skýr. Hann sendi stuðningsmönnum liðsins skilaboð á Twitter nú fyrir stuttu.

„Mun aldrei gleyma stuðningnum í stúkunni í gær fram að lokaflauti. Leiknishjartað er stórt en það stækkaði um helming í gær,“ skrifar Sigurður.

„Við munum gefa allt sem við eigum það sem eftir er. Markmiðið er skýrt.“

Leiknir er í neðsta sæti Bestu deildarinnar með 14 stig, tveimur stigum á eftir FH, sem er í tíunda sæti.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Byrjunarlið Argentínu og Póllands – Lewandowski gegn Messi

Byrjunarlið Argentínu og Póllands – Lewandowski gegn Messi
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Ástralir hentu Dönum úr leik og fara áfram – Frakkar töpuðu

Ástralir hentu Dönum úr leik og fara áfram – Frakkar töpuðu
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Svona virkar endurheimtin hjá stjörnum enska landsliðsins í Katar

Svona virkar endurheimtin hjá stjörnum enska landsliðsins í Katar
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Segja Tottenham félagið sem ekki var nefnt í gær

Segja Tottenham félagið sem ekki var nefnt í gær
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Hjólar í Rashford fyrir að sleppa þessu í gær – „Orðinn of frægur?“

Hjólar í Rashford fyrir að sleppa þessu í gær – „Orðinn of frægur?“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Adam Örn sakar Breiðablik um virðingarleysi – „Það var fyrir mánuði síðan“

Adam Örn sakar Breiðablik um virðingarleysi – „Það var fyrir mánuði síðan“