Barcelona á Spáni hefur mikinn áhuga á því að skipta við Borussia Dortmund um leikmenn áður en félagaskiptaglugginn lokar í lok mánaðar.
Frá þessu greina spænskir miðlar en Barcelona vill losna við bakvörðinn Sergino Dest.
Thomas Meunier, leikmaður Dortmund, er þa á óskalista spænska liðsins en hann kostar 15 milljónir evra.
Barcelona hefur þó neitað að borga þann verðmiða og hefur ákveðið að reyna að skipta við Dortmund í staðinn.
Meunier er þrítugur hægri bakvörður en hann hefur áður leikið fyrir Paris Saint-Germain og er hluti af belgíska landsliðinu.
Dest er aðeins 21 árs gamall og er landsliðsmaður Bandaríkjanna en hann virðist ekki eiga framtíð fyrir sér á Nou Camp.
————–