fbpx
Föstudagur 14.nóvember 2025
433Sport

Goðsögn leggur skóna á hilluna

Helgi Fannar Sigurðsson
Mánudaginn 22. ágúst 2022 15:37

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Enska knattspyrnugoðsögnin Ellen White hefur lagt skóna á hilluna, 33 ára gömul.

White var síðast á mála hjá Manchester City. Hún var ein af hetjum Englands, sem varð Evrópumeistari á heimavelli í sumar.

„Mig hefur alltaf langað að taka þessa ákvörðun á mínum forsendum. Það er kominn tími fyrir mig til að kveðja knattspyrnusviðið og horfa á næstu kynslóð skína,“ segir meðal annars í yfirlýsingu White, sem sjá má í heild hér neðar.

White skoraði tvö mörk fyrir enska landsliðið á EM í sumar. Í heildina skoraði hún 52 mörk í 113 landsleikjum.

Hún var alls fulltrúi Englands á sex stórmótum, þremur Evrópumótum og þremur heimsmeistaramótum. Hún skoraði til að mynda sex mörk á HM 2019.

Í félagsliðabolta varð White þrisvar sinnum Englandsmeistari, tvisvar með Arsenal og einu sinni með Manchester City. Hún vann FA-bikarinn sömuleiðis þrisvar sinnum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Liverpool á eftir fyrrum leikmanni Arsenal

Liverpool á eftir fyrrum leikmanni Arsenal
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Solskjær ráðinn í áhugavert starf

Solskjær ráðinn í áhugavert starf
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Lögsækja Manchester United vegna starfsmanns sem sakaður er um barnaníð

Lögsækja Manchester United vegna starfsmanns sem sakaður er um barnaníð
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Hóta lögsókn ef enska deildin gerir þessar breytingar – „Okkur líður eins og við séum að ganga sofandi inn í stórslys“

Hóta lögsókn ef enska deildin gerir þessar breytingar – „Okkur líður eins og við séum að ganga sofandi inn í stórslys“
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

United sagt fylgjast vel með pirruðum leikmanni Dortmund

United sagt fylgjast vel með pirruðum leikmanni Dortmund
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Forsetinn tjáir sig um lífstíl Lamine Yamal

Forsetinn tjáir sig um lífstíl Lamine Yamal
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Liverpool að skoða lausn til að missa Konate ekki frítt

Liverpool að skoða lausn til að missa Konate ekki frítt
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Ingi ráðinn til KSÍ

Ingi ráðinn til KSÍ