fbpx
Sunnudagur 04.maí 2025
433Sport

Goðsögn leggur skóna á hilluna

Helgi Fannar Sigurðsson
Mánudaginn 22. ágúst 2022 15:37

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Enska knattspyrnugoðsögnin Ellen White hefur lagt skóna á hilluna, 33 ára gömul.

White var síðast á mála hjá Manchester City. Hún var ein af hetjum Englands, sem varð Evrópumeistari á heimavelli í sumar.

„Mig hefur alltaf langað að taka þessa ákvörðun á mínum forsendum. Það er kominn tími fyrir mig til að kveðja knattspyrnusviðið og horfa á næstu kynslóð skína,“ segir meðal annars í yfirlýsingu White, sem sjá má í heild hér neðar.

White skoraði tvö mörk fyrir enska landsliðið á EM í sumar. Í heildina skoraði hún 52 mörk í 113 landsleikjum.

Hún var alls fulltrúi Englands á sex stórmótum, þremur Evrópumótum og þremur heimsmeistaramótum. Hún skoraði til að mynda sex mörk á HM 2019.

Í félagsliðabolta varð White þrisvar sinnum Englandsmeistari, tvisvar með Arsenal og einu sinni með Manchester City. Hún vann FA-bikarinn sömuleiðis þrisvar sinnum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Sorgmæddir eftir að hafa heyrt af brottförinni – ,,Stundum er það þannig í lífinu“

Sorgmæddir eftir að hafa heyrt af brottförinni – ,,Stundum er það þannig í lífinu“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Opinn fyrir því að framlengja á Anfield

Opinn fyrir því að framlengja á Anfield
433Sport
Í gær

Viðurkennir að hann sé að velja vinnuna frekar en fjölskylduna – ,,Tíu ár svo yfirgef ég leikinn“

Viðurkennir að hann sé að velja vinnuna frekar en fjölskylduna – ,,Tíu ár svo yfirgef ég leikinn“
433Sport
Í gær

Segir Arsenal að skipta um fyrirliða og það strax

Segir Arsenal að skipta um fyrirliða og það strax
433Sport
Í gær

Uppljóstrar um skilaboð sem hann fékk frá Klopp um síðustu helgi

Uppljóstrar um skilaboð sem hann fékk frá Klopp um síðustu helgi
433Sport
Í gær

Horfðu á nýjan þátt af Íþróttavikunni – Viktor Unnar mætir og fer yfir sviðið

Horfðu á nýjan þátt af Íþróttavikunni – Viktor Unnar mætir og fer yfir sviðið