fbpx
Laugardagur 03.desember 2022
433Sport

Bjóst aldrei við að hann þyrfti að reka goðsögn – ,,Þeir voru á endastöð bæði andlega og líkamlega“

Victor Pálsson
Mánudaginn 15. ágúst 2022 21:58

Bielsa þjálfari Leeds United (lengst til hægri)

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Andrea Radrizzani, eigandi Leeds, hefur tjáð sig um þá ákvörðun að reka Marcelo Bielsa á síðustu leiktíð – ákvörðun sem fór ekki vel í marga stuðningsmenn félagsins.

Bielsa náði frábærum árangri með Leeds um tíma en hann kom liðinu aftur í efstu deild og var gríðarlega vinsæll áa Elland Road.

Eftir fjögur ár hjá félaginu var Bielsa rekinn í febrúar og tók Bandaríkjamaðurinn Jesse Marsch við keflinu.

Radrizzani bjóst aldrei við því að hann þyrfti að reka Bielsa en telur að félagið hafi þurft á þessari ákvörðun að halda.

,,Ég hélt að ég myndi aldrei reka hann,“ sagði Radrizzani í samtali við the Athletic.

,,Ég bjóst aldrei við að þetta gæti gerst, aldrei. Hann var goðsögn og er goðsögn fyrir það sem hann afrekaði.“

,,Mér leið eins og eitthvað væri brotið og svo byrja hlutirnir að halla, það var þó of snemmt að taka ákvörðun. Ég bjóst við þessum viðbrögðum en ég þurfti að hugsa um félagið.“

,,Ég gat séð það að leikmennirnir voru á endastöð bæði líkamlega og andlega. Við þurftum að breyta til.“

Enski boltinn á 433 er í boði
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Neville gefur í skyn að De Gea eigi heima í marki Spánverja – Simon að kosta liðið

Neville gefur í skyn að De Gea eigi heima í marki Spánverja – Simon að kosta liðið
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Svona verða 16-liða úrslitin á HM í Katar – Spennandi viðureignir

Svona verða 16-liða úrslitin á HM í Katar – Spennandi viðureignir
433Sport
Í gær

Blikar staðfesta að Elfar fari á Hlíðarenda

Blikar staðfesta að Elfar fari á Hlíðarenda
433Sport
Í gær

Enn og aftur var dramatík þegar Suður-Kórea tryggði sér sæti í 16-liða úrslitum

Enn og aftur var dramatík þegar Suður-Kórea tryggði sér sæti í 16-liða úrslitum
433Sport
Í gær

Furða sig á Dönum og öðrum í Katar – „Af hverju var þögn í ellefu ár og ellefu mánuði?“

Furða sig á Dönum og öðrum í Katar – „Af hverju var þögn í ellefu ár og ellefu mánuði?“
433Sport
Í gær

Netverjar hjóla í Simma Vill sem bregst hratt við – „Betra að vera talinn heimskur en að opna á sér munninn“

Netverjar hjóla í Simma Vill sem bregst hratt við – „Betra að vera talinn heimskur en að opna á sér munninn“