fbpx
Miðvikudagur 01.maí 2024
433Sport

Sigurður Ragnar horfir til baka á viðskilnaðinn þegar tæpt ár er liðið – „Aðrir verða að dæma um það“

433
Miðvikudaginn 10. ágúst 2022 13:30

Sigurður Ragnar Eyjólfsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Síðasta haust ákvað stjórn Keflavíkur að láta Eystein Húna Hauksson fara sem einn af þjálfurum karlaliðs Keflavíkur. Eftir stóð Sigurður Ragnar Eyjólfsson, sem tók einn við liðinu eftir tveggja ára samning við Eysteini.

Í vor var Sigurður Ragnar í viðtali við sjónvarpsþáttinn 433.is, þar sem hann ræddi ákvörðun Keflavíkur.

„Við tókum góðan fund eftir mót, ég og Eysteinn með stjórn Keflavíkur og fórum yfir þau mál. Fyrir mitt leyti var ég ekki tilbúinn í áframhaldandi samstarf. Ég bauðst til þess að hætta, bæði sem þjálfari Keflavíkur sem og yfirmaður knattspyrnumála og hefði í raun og veru sætt mig við hvaða ákvörðun sem stjórnin hefði tekið. Hvort sem það var að ráða Eystein áfram eða hvað. Eina sem mér fannst ekki koma til greina var að við yrðum báðir áfram. Ég hef ekkert út á Eystein á að setja, honum var boðin staða í félaginu sem hann hugsaði lengi um,“ sagði Sigurður Ragnar á þeim tíma.

Hann er í viðtali við Fréttablaðið í dag, þar sem hann horfir meðal annars til baka á viðskilnaðinn við Eystein og gengið í kjölfarið.

„Við erum komnir með jafn­mörg stig og við fengum allt mótið í fyrra, erum að skora fleiri mörk og marka­talan betri. Mannskapurinn er líka betri en í fyrra og liðið reyndara,“ segir Sigurður Ragnar.

Hann sagði tímabilið í fyrra, þar sem Eysteinn Húni var enn við stjórnvölinn, hafa verið mikilvægt.

„Árið í fyrra var mikil­vægt fyrir okkar leik­menn til að fá reynslu í Bestu deildinni. Það er tekið eitt skref í einu og það hefði ekkert verið hægt að sleppa þessu þrepi sem við tókum í fyrra. Núna erum við svo bara á næsta þrepi. Mark­miðið er að halda á­fram og byggja ofan á það. Aðrir verða að dæma um það hvort þetta hafi verið góð ákvörðun eða ekki, að fela mér að vera með liðið,“ segir Sigurður Ragnar.

Nánar er rætt við hann í Fréttablaðinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Spáin fyrir Lengjudeild karla: Keflavík spáð beint upp en talið að Afturelding fari aftur í umspilið

Spáin fyrir Lengjudeild karla: Keflavík spáð beint upp en talið að Afturelding fari aftur í umspilið
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Spáin fyrir Lengjudeild kvenna: Aftureldingu spáð sigri – Talið að nýliðarnir fari niður

Spáin fyrir Lengjudeild kvenna: Aftureldingu spáð sigri – Talið að nýliðarnir fari niður
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Þessir leikmenn Vals fengu sérstaklega á baukinn í gærkvöldi – „Fyrr má vera ef þú ert með milljón á mánuði, drullastu í gang“

Þessir leikmenn Vals fengu sérstaklega á baukinn í gærkvöldi – „Fyrr má vera ef þú ert með milljón á mánuði, drullastu í gang“
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Hollywood stjarnan agndofa í beinni útsendingu – Sjáðu hver birtist á skjánum

Hollywood stjarnan agndofa í beinni útsendingu – Sjáðu hver birtist á skjánum
433Sport
Í gær

Svona er tölfræði Mo Salah fyrir og eftir áramót

Svona er tölfræði Mo Salah fyrir og eftir áramót
433Sport
Í gær

Sjáðu hegðun markvarðar KR í gær – Ýtti öllum börnum í burtu sem urðu á vegi hans

Sjáðu hegðun markvarðar KR í gær – Ýtti öllum börnum í burtu sem urðu á vegi hans