fbpx
Miðvikudagur 07.desember 2022
433Sport

Lygilegar tölur Nökkva hafa ekki skilað sér í formlegum tilboðum

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 8. ágúst 2022 13:00

Nökkvi Þeyr.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nökkvi Þeyr Þórisson leikmaður KA hefur svo sannarlega verið einn besti leikmaður Bestu deildarinnar í ár. Sóknarmaðurinn hefur skorað ellefu mörk fyrir KA og reynst félaginu ansi drjúgur.

Nökkvi sem ólst upp á Dalvík fagnar 23 ára afmæli sínu á næstu dögum en félög erlendis eru sögð hafa áhuga á honum.

Ekkert formlegt tilboð hefur hins vegar borist til KA. „Það hefur ekki komið formlegt tilboð borist okkur, bara sögusagnir hingað og þangað. Það er ekkert komið lengra en það, ef það kemur þá erum við klúbbur sem stendur ekki í vegi leikmannsins,“ segir Sævar Pétursson framkvæmdarstjóri KA við 433.is í dag.

Mikið af sögum hafa verið um erlend lið en Sævar segir það eðlilegt þegar tölurnar hjá Nökkva séu skoðaðar.

„Hann er með lygilegar hlaupatölur, við erum að tala um tölur sem eru í fimm bestu deildum Evrópu. Bæði í hraða og sprettum, við höfum aldrei séð svona tölur áður.“

„Þetta er farið að vekja athygli og það er bara eðlilegt að það komi áhugi þegar þetta er til staðar, svo mörk og stoðsendingar.“

Nökkvi er í þriðja sæti yfir markahæstu menn en hann er einu marki á eftir Ísaki Þorvaldssyni sóknarmanni Blika sem trónir á toppnum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Hazard leggur belgísku skóna á hilluna

Hazard leggur belgísku skóna á hilluna
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Atvikið sem fór framhjá íslensku þjóðinni í gær – Sjáðu fréttamann RÚV standa upp í beinni og öskra

Atvikið sem fór framhjá íslensku þjóðinni í gær – Sjáðu fréttamann RÚV standa upp í beinni og öskra
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Ítrekar að Liverpool sé í sterkri stöðu – Fyrsti kostur fjölskyldu hans

Ítrekar að Liverpool sé í sterkri stöðu – Fyrsti kostur fjölskyldu hans
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Ronaldo rýfur þögnina eftir óvænta atburði gærkvöldsins

Ronaldo rýfur þögnina eftir óvænta atburði gærkvöldsins
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Fór á kostum og skoraði þrennu fyrir Portúgal – Sex mörk í öruggum sigri á Sviss

Fór á kostum og skoraði þrennu fyrir Portúgal – Sex mörk í öruggum sigri á Sviss
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Leikmaður sem enska landsliðið ræður ekki við – ,,Mun láta hann líta kjánalega út“

Leikmaður sem enska landsliðið ræður ekki við – ,,Mun láta hann líta kjánalega út“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Sjáðu rosalegan Hakimi tryggja Marokkó sigur á Spáni

Sjáðu rosalegan Hakimi tryggja Marokkó sigur á Spáni
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Bara ein hetja í Katar og það var Bono í dag – Spánn klikkaði á öllum spyrnum sínum

Bara ein hetja í Katar og það var Bono í dag – Spánn klikkaði á öllum spyrnum sínum