fbpx
Sunnudagur 04.maí 2025
433Sport

Rúnar Már æfir með ÍA en mun ekki semja við þá

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 21. júlí 2022 14:52

Rúnar Már.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rúnar Már Sigurjónsson mætti á æfingu í gær með ÍA í Bestu deildinni en mun ekki semja við liðið. Rúnar er án félags eftir að hafa yfirgefið CFR Cluj í Rúmeníu.

Rúnar er 32 ára gamall miðjumaður og hefur verið í atvinnumennsku frá árinu 2013. Hann á að baki 32 A-landsleiki fyrir Ísland.

„Nei,“ sagði Jón Þór Hauksson þjálfari ÍA í samtali við 433.is í dag þegar hann var spurður að því hvort Rúnar Már væri að ganga í raðir ÍA.

Rúnar er að byggja hús fyrir sig og fjölskyldu sína á Akranesi en eins og er leitar hugur hans áfram út í atvinnumennsku.

„Hann mætti á æfingu með okkur í gær til þess að halda sér í formi. Það er bara hugsað þannig að hann sé í formi þegar eitthvað kemur upp úti. Við vildum fá hann og gerðum alveg tilraun til þess, hugur hans leitar út.“

Rúnar Már lék með Val hér á landi áður en hann hélt í atvinnumennsku en hann hefur spilað í Svíþjóð, Sviss, Hollandi, Kazakhstan og nú síðast Rúmeníu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Sorgmæddir eftir að hafa heyrt af brottförinni – ,,Stundum er það þannig í lífinu“

Sorgmæddir eftir að hafa heyrt af brottförinni – ,,Stundum er það þannig í lífinu“
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Opinn fyrir því að framlengja á Anfield

Opinn fyrir því að framlengja á Anfield
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Hrafnkell las yfir stórstjörnunni eftir umdeilda útlitsbreytingu hans – „Eitthvað það dónalegasta og ógeðslegasta sem ég hef séð“

Hrafnkell las yfir stórstjörnunni eftir umdeilda útlitsbreytingu hans – „Eitthvað það dónalegasta og ógeðslegasta sem ég hef séð“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Viðurkennir að Liverpool sé á öðrum stað í dag – Vonar að stjórnin taki þá til fyrirmyndar í sumar

Viðurkennir að Liverpool sé á öðrum stað í dag – Vonar að stjórnin taki þá til fyrirmyndar í sumar
433Sport
Í gær

Uppljóstrar um skilaboð sem hann fékk frá Klopp um síðustu helgi

Uppljóstrar um skilaboð sem hann fékk frá Klopp um síðustu helgi
433Sport
Í gær

Horfðu á nýjan þátt af Íþróttavikunni – Viktor Unnar mætir og fer yfir sviðið

Horfðu á nýjan þátt af Íþróttavikunni – Viktor Unnar mætir og fer yfir sviðið