fbpx
Mánudagur 01.desember 2025
433Sport

Fyrirliði Malmö eftir sigur á Víkingi: „Við sýndum að við erum betra liðið“

Helgi Fannar Sigurðsson
Miðvikudaginn 13. júlí 2022 08:00

Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Anders Christiansen, fyrirliði Malmö, var sáttur með að fara áfram í aðra umferð undakeppni Meistaradeildarinnar með sigri á Víkingi Reykjavík í gærkvöldi. Hann viðurkennir þó að hann hefði viljað vinna einvígið stærra.

Malmö vann samanlagt 6-5 eftir 3-3 jafntefli í Víkinni í gær. Víkingar voru manni færri meirihluta fyrri leiksins ytra og stóðu sig heilt yfir mjög vel.

„Þetta var týpiskur leikur í undankeppni, þar sem við höfðum öllu að tapa og Víkingur allt að vinna,“ sagði Christiansen við 433.is eftir leik.

„Þetta var erfitt í byrjun. Við vorum smá latir og gerðum ekki það sem við höfðum talað um. En eftir að við breyttum því skoruðum við og fórum með leikinn þangað sem við vildum.“

Christiansen segir Malmö með betra lið en Víkingur. „Með allri virðingu fyrir Víkingi sýndum við, yfir tvo leiki, að við værum betra liðið. Við gátum klárað leikinn heima og einnig fyrr í dag. Þetta var aðeins of naumt en við komumst áfram og það var það sem skiptir máli.“

Það kom honum ekkert á óvart hversu mikla mótstöðu Víkingur veitti liði Malmö. „Það kom mér ekki á óvart. Sumir skilja þetta ekki, hugsa bara að lið á Íslandi geta ekki spilað fótbolta. Sannleikurinn er sá að hér eru atvinnumenn með góða þjálfara og gott leikskipulag. Þeir eru ekki að æfa tvisvar til þrisvar í viku að kvöldi til. Við vissum alltaf að þetta yrði erfitt. Ég óska þeim alls hins besta.“

Malmö fór alla leið í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu á síðustu leiktíð. Væntingarnar til liðsins eru því miklar. „Þegar þú spilar í Malmö og hefur farið í riðlakeppni Meistaradeildarinnar reglulega býst fólk við að þú farir alla leið. En það er svo erfitt að komast í gegnum allar umferðirnar. Allir búast hins vegar við því.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Vill að Greenwood fái annað tækifæri þrátt fyrir gjörðir sínar

Vill að Greenwood fái annað tækifæri þrátt fyrir gjörðir sínar
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Virtur miðill segir 11 milljarða tilboð á leiðinni

Virtur miðill segir 11 milljarða tilboð á leiðinni
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Dóri Árna heilt yfir sáttur við árin sex – „Hafi ríkt mikið traust á milli frá fyrsta degi til þess síðasta“

Dóri Árna heilt yfir sáttur við árin sex – „Hafi ríkt mikið traust á milli frá fyrsta degi til þess síðasta“
433Sport
Í gær

Hörmungar Liverpool settar í samhengi – „Menn eru helvíti fljótir að gleyma“

Hörmungar Liverpool settar í samhengi – „Menn eru helvíti fljótir að gleyma“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Amorim tjáir sig um kerfið sitt og gagnrýni – „Þú myndir ekki segja að öll lið sem spila 4-3-3 spili eins“

Amorim tjáir sig um kerfið sitt og gagnrýni – „Þú myndir ekki segja að öll lið sem spila 4-3-3 spili eins“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Segir að hann verði að fá að kaupa framherja í janúar

Segir að hann verði að fá að kaupa framherja í janúar
433Sport
Fyrir 2 dögum

Langskotið og dauðafærið – Græðir þú á áframhaldandi hörmungum Liverpool?

Langskotið og dauðafærið – Græðir þú á áframhaldandi hörmungum Liverpool?
433Sport
Fyrir 2 dögum

Stórt skref fyrir ÍTF

Stórt skref fyrir ÍTF