fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
433Sport

Kvartar ekkert undan leikjaálagi – ,,Þetta er bara umhverfið í knattspyrnuheiminum fyrir sigursæl lið“

Helgi Sigurðsson
Mánudaginn 11. júlí 2022 15:50

Mynd/Eyþór Árnason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í dag var haldinn fréttamannafundur fyrir leik Víkings Reykjavíkur og Malmö. Liðin mætast í seinni leik sínum í fyrstu umferð undankeppni Meistaradeildar Evrópu. Fyrri leiknum lauk með 3-2 sigri Malmö, þar sem Víkingar stóðu sig frábærlega þrátt fyrir að vera manni færri meirihluta leiks.

Það var Kristall Máni Ingason sem fékk rautt spjald í leiknum. Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, var spurður út í hversu erfitt það yrði að fylla hans skarð. ,,Það er auðvitað erfitt að fylla upp í skarð leikmanns á borð við Kristal Mána. Við erum hins vegar með mjög sterkann og samkeppnishæfan leikmannahóp. Þó ekki leikmann með svipaðan leikstíl og hann en leikmenn sem geta gefið okkur aðra kosti. Ég er viss um að við finnum lausn við þessu.“

Flestir leikmenn liðsins eru klárir í verkefni morgundagsins. Víkingur spilaði gegn ÍA fyrir tveimur dögum síðan. ,,Staðan á leikmanna hópnum er fín. Það eru allir klárir í verkefnið fyrir utan Kyle McLagan. Malmö spilaði einnig fyrir nokkrum dögum síðan og áttu síðan ferðalag fyrir höndum hingað til Íslands þannig hvað þetta varðar búa liðin við svipað umhverfi. Þetta er bara umhverfið í knattspyrnuheiminum fyrir sigursæl lið, leikir á þriggja til fjögurra daga fresti. Leikmenn eru þreyttir en ánægðir með þessa stöðu. Ég tel að adrenalínið og spennan fyrir því að spila leik af þessari stærðargráðu muni fleyta þeim langt. Það eru engar afsakanir núna, bara tekist á við þetta,“ segir Arnar.

Það er óhætt að segja að dómgæslan í fyrri leiknum hafi fallið nokkuð gegn Víkingi. Arnar og liðið einbeita sér þó meira að eigin frammistöðu. ,,Þetta gæti haft þau áhrif að vera smá auka bensín á tankinn hjá okkur en ég horfi meira í frammistöðuna hjá okkur 11 á móti 11 sem var framúrskarandi. Við höfum horft á marga heimaleiki Malmö og það er nánast ekkert lið í sænsku deildinni sem tekur leikinn til þeirra, reyna að koma í veg fyrir yfirburði þeirra á bolta. Þannig ég var mjög ánægður með það hvernig við nálguðumst leikinn í Svíþjóð og vorum ekki hræddir við það að spila okkar leik. Það gefur okkur sjálfstraust fyrir leikinn á morgun. Það var leitt að Kristall hafi verið rekinn af velli, bæði fyrir okkur sem lið sem og leikinn sjálfan því það vilja allir sjá leik 11 leikmanna á móti 11. Við sýndum hins vegar mikinn styrk og ástríðu í framhaldinu og það getur komið manni langt.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Baunaði hressilega á fyrrum samstarfsmenn í sjónvarpinu: Var aldrei svona heppinn – ,,Gátu ekki dreift vatnsflöskum sín á milli“

Baunaði hressilega á fyrrum samstarfsmenn í sjónvarpinu: Var aldrei svona heppinn – ,,Gátu ekki dreift vatnsflöskum sín á milli“
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Mjólkurbikarinn: Breiðablik óvænt úr leik

Mjólkurbikarinn: Breiðablik óvænt úr leik
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

KR fékk miðjumann úr sænsku úrvalsdeildinni

KR fékk miðjumann úr sænsku úrvalsdeildinni
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Mjólkurbikarinn: Víkingar lentu óvænt undir en svöruðu vel fyrir sig – KA áfram eftir framlengingu

Mjólkurbikarinn: Víkingar lentu óvænt undir en svöruðu vel fyrir sig – KA áfram eftir framlengingu
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Loksins búið að nafngreina nýjustu kærustu stjörnunnar – Hefur sést á heimili hans á árinu

Loksins búið að nafngreina nýjustu kærustu stjörnunnar – Hefur sést á heimili hans á árinu
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Hraunaði yfir eigin leikmann í beinni útsendingu og lét allt flakka: Vinsæll en á ekki skilið mínútur – ,,Brást okkur öllum“

Hraunaði yfir eigin leikmann í beinni útsendingu og lét allt flakka: Vinsæll en á ekki skilið mínútur – ,,Brást okkur öllum“
433Sport
Í gær

Vonar að United tapi 5-0 eftir hegðun eins leikmanns – ,,Hann ætti að skammast sín“

Vonar að United tapi 5-0 eftir hegðun eins leikmanns – ,,Hann ætti að skammast sín“
433Sport
Í gær

Liverpool þarf að taka stóra ákvörðun í sumar: Er hann ekki nóg fyrir liðið? – ,,Þurfum að spyrja spurninga“

Liverpool þarf að taka stóra ákvörðun í sumar: Er hann ekki nóg fyrir liðið? – ,,Þurfum að spyrja spurninga“