Það er orðrómur um að tveir íslenskir leikmenn gætu verið á leið til Þýskalands til að spila í B-deild þar í landi.
Hjörvar Hafliðason, umsjónarmaður hlaðvarpsþáttarins Dr. Football, segir frá þessu á Twitter en bendir á að um sögusagnir sé að ræða.
Það hefur ekkert fengist staðfest en leikmennirnir umtöluðu eru Jón Dagur Þorsteinsson og Alfons Sampsted.
Alfons spilar með Bodo/Glimt í norsku úrvalsdeildinni og hefur fest sig í sessi þar sem hægri bakvörður.
Jón Dagur er orðaður við ýmis lið en hann mun yfirgefa AGF í Danmörku um mánaðarmótin.
Það væri skemmtilegt að sjá þessa leikmenn hjá Hamburg sem er stór klúbbur í Þýskalandi og á heima í efstu deild.
Jón Dagur og Alfons gætu báðir endað í Hamburger SV í næstu viku. Sehr interessant.
— Hjörvar Hafliðason (@hjorvarhaflida) June 19, 2022