fbpx
Fimmtudagur 02.maí 2024
433Sport

Lengjudeild karla: Selfoss á góðu skriði – Jafnt í stórleik í Grafarvogi

Helgi Sigurðsson
Föstudaginn 27. maí 2022 21:11

Gary Martin.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þrír leikir fóru fram í Lengjudeild karla í kvöld.

Fjölnir tók á móti Kórdrengjum. Leikurinn var nokkuð jafn til að byrja með en heimamenn tóku völdin smám saman þegar leið á fyrri hálfleikinn. Það fór svo að Reynir Haraldsson kom þeim yfir undir lok fyrri hálfleiks. Seinni hálfleikur var rólegur og stefndi í sigur Fjölnis. Kórdrengir sóttu þó í sig veðrið á lokamínútum leiksins og fundu jöfnunarmark á 90. mínútu. Það gerði Þórir Rafn Þórisson. Lokatölur 1-1.

Fjölnir er í þriðja sæti deildarinnar með sjö stig. Kórdrengir eru í því sjöunda með fimm stig.

HK og Afturelding mættust þá í Kórnum. Heimamenn voru betri aðilinn í fyrri hálfleik og kom Stefán Ingi Sigurðarson þeim yfir undir lok hans. HK var áfram betri aðilinn í síðari hálfleik og fór langleiðina með að klára leikinn á 77. mínútu þegar Valgeir Valgeirsson skoraði. Lokatölur urðu 2-0.

HK er í fimmta sæti með sex stig. Afturelding er í því tíunda með tvö stig.

Loks tók Selfoss á móti Þrótti Vogum og vann öruggan sigur. Gonzalo Zamorano skoraði eina mark fyrri hálfleiks eftir stundarfjórðungs leik og kom heimamönnum yfir. Hann tvöfaldaði svo forystuna með marki á 64. mínútu. Selfoss komst í 3-0 þegar stundarfjórðungur lifði leiks en þá skoraði Gary Martin. Alexander Vokes skoraði svo fjórða markið undir lok leiks. Lokatölur 4-0.

Selfoss er á toppi deildarinnar með tíu stig. Þróttur er í því ellefta með eitt stig.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Sancho tjáir sig um framtíðina: ,,Ég bara hef ekki hugmynd“

Sancho tjáir sig um framtíðina: ,,Ég bara hef ekki hugmynd“
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Komu öllum á óvart í vetur og tryggðu sér Meistaradeildarsæti – Voru í fallbaráttu í fyrra

Komu öllum á óvart í vetur og tryggðu sér Meistaradeildarsæti – Voru í fallbaráttu í fyrra
433Sport
Í gær

Nefnir augnablikið þegar Ten Hag missti klefann – ,,Hugsuðu að hann væri klikkaður“

Nefnir augnablikið þegar Ten Hag missti klefann – ,,Hugsuðu að hann væri klikkaður“
433Sport
Í gær

Klopp orðaður við endurkomu – Myndi taka að sér annað starf

Klopp orðaður við endurkomu – Myndi taka að sér annað starf