Manchester United-goðsögnin Roy Keane segir æðstu menn hjá Burnley geta sjálfum sér um kennt að liðið sé fallið niður í B-deild.
Fallið varð ljóst eftir 1-2 tap liðsins gegn Newcastle í dag á sama tíma og Leeds vann Brentford, 1-2.
Burnley rak Sean Dyche sem stjóra liðsins í vor í þeirri von um að bjarga sér frá falli. Það tókst ekki.
„Sean Dyche hefði gert vel ef hann hefði fengið að vera þarna út tímabilið. Hann hefur gert þetta áður. Nú fá þeir að gjalda fyrir þetta. Ég sýni þeim enga samúð,“ sagði Keane.
Jóhann Berg Guðmundsson er á mála hjá Burnley. Hann á eitt ár eftir af samningi sínum.