Erik ten Hag, verðandi stjóri Manchester United, er á Selhurst Park þar sem liðið heimsækir Crystal Palace í lokaleik tímabilsins í dag.
Það varð ljóst í vor að ten Hag tæki við Man Utd. Hann hætti hjá Ajax til að taka við liðinu.
Ralf Rangnick tók við af Ole Gunnar Solskjær sem bráðabirgðastjóri í lok síðasta árs. Hann fær nú starf á bakvið tjöldin á Old Trafford.
Man Utd er í sjötta sæti deildarinnar og þarf að vinna Palace í dag til að eiga ekki á hættu að missa af Evrópudeildarsæti.
Erik ten Hag here at Selhurst Park for the first time in England as new Man United manager. 🔴🇳🇱 #MUFC@GettyImages ⤵️📸 pic.twitter.com/NekVy6rZeT
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) May 22, 2022
Erik ten Hag in the building to watch Manchester United play Crystal Palace 🔟 pic.twitter.com/WaCMEOoiEu
— GOAL (@goal) May 22, 2022