Fyrrum landsliðsþjálfarinn Heimir Hallgrímsson er þessa stundina staddur í Úganda.
Þar aðstoðar hann fyrrum leikmann sinn hjá ÍBV, Andy Mwesigwa, ásamt því að hann ætlar að sjá síðasta leik Tonny Mawejje á leikmannaferlinum. Hann lék einnig undir hans stjórn Heimis hjá ÍBV.
Heimir segir frá þessu í viðtali þar ytra sem mbl.is vakti athygli á í morgun.
Mwesigwa rekur knattspyrnuskóla í Úganda og ætlar Heimir að aðstoða hann við þá vinnu.
Hér fyrir neðan má sjá myndbandið sem tekið var við Heimi í Úganda.