Everton vann magnaðan 3-2 endurkomusigur gegn Crystal Palace í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. Sigurinn þýðir að Everton leikur í efstu deild á næstu leiktíð eftir að hafa verið í bullandi fallbaráttu meirihluta tímabils.
Gestirnir leiddu 2-0 í hálfleik með mörkum frá Jean-Philippe Mateta og Jordan Aywe. Michael Keane minnkaði muninn fyrir heimamenn þegar níu mínútur voru liðnar af síðari hálfleik og Richarlison jafnaði metin á 75. mínútu.
— 5hghgd (@5hghgd) May 19, 2022
Dominic Calvert-Lewin tryggði Everton sigurinn fimm mínútum fyrir leikslok þegar hann skallaði boltann í netið eftir fyrirgjöf frá Demarai Gray. Stuðningsmenn Everton hlupu inn á völlinn í kjölfarið og þurfti að reka þá aftur í stúku til að halda leiknum áfram.
Sjö mínútum var bætt við venjulegan leiktíma og Palace menn reyndu hvað þeir gátu að jafna. Allt kom þó fyrir ekki og stuðningsmenn Everton létu ekki á sér standa í leikslok og réðust inn á völlinn á nýjan leik.
The scenes at full time inside Goodison Park 😲 pic.twitter.com/YOTAsXgvhS
— Everton FC News (@LivEchoEFC) May 19, 2022