Framherjinn Emil Atlason hefur framlengt samningi sínum við Stjörnuna. Emil kom til félagsins 2020 og hefur spilað 44 leiki og skorað í þeim 15 mörk.
Tímabilið í ár hefur farið virkilega vel af stað og er Emil nú þegar kominn með 6 mörk í fyrstu 6 leikjunum og fengið mikið lof fyrir sína frammistöðu
„Við óskum honum innilega til hamingju með nýjan samning og hlökkum mikið til þess að fylgjast áfram með honum á þessu tímabili, sem og næstu tímabilum,“ segir á vef Stjörnunnar.