Það er ekkert leyndarmál að Barcelona hefur mikinn áhuga á Robert Lewandowski, framherja Bayern Munchen.
Barcelona er talið vilja kaupa Pólverjann á 30 milljónir punda. Hann á aðeins eitt ár eftir af samningi sínum í Þýskalandi og vill þessi 33 ára gamli leikmaður fá nýja áskorun áður en ferlinum lýkur.
Bayern hefur hins vegar lítinn áhuga á að selja þessa markavél frá sér. Lewandowski hefur verið stórkostlegur fyrir félagið í hátt í áratug.
Takist Barcelona ekki að heilla Bayern með áðurnefndri fjárupphæð ætlar félagið, samkvæmt Mundo Deportivo, að bjóða sóknarmanninn Memphis Depay yfir til Bayern sem hluta af skiptum Lewandowski.
Depay hefur aðeins verið á mála hjá Barcelona síðan síðasta sumar.