AC Milan er hársbreidd frá því að tryggja sér sinn fyrsta ítalska meistaratitil í ellefu ár og liðið tók stórt skref með 2-0 sigri á Atalanta í gær. Zlatan Ibrahimovic, framherji AC Milan gerði sitt til þess að æsa stuðningsmenn liðsins upp fyrir leik en það endaði með því að hann reitti bílstjóra liðsrútunnar til reiði.
Liðsrútan mjakaðist áfram í gegnum rautt og svart haf stuðningsmanna AC Milan fyrir utan heimavöll liðsins í gær og Zlatan kom sér fyrir fremst í rútunni þar sem að hann barði á framrúðu hennar með það að markmiði að æsa upp stuðningsmenn AC Milan.
Þetta athæfi Zlatans endaði hins vegar með því sprungur tóku að myndast á rúðunni við litla hrifningu rútubílstjórans eins og sjá má í myndbandinu hér fyrir neðan.
Zlatan accidentally broke the window of the team bus while hyping up Milan fans before their game 😳
(via @localteamtv)pic.twitter.com/6mHSRdwmQ8
— B/R Football (@brfootball) May 16, 2022