Rúnar Már Sigurjónsson, miðjumaður CFR Cluj hefur ákveðið að yfirgefa herbúðir liðsins. Frá þessu greinir Rúnar í færslu á Instagram-reikningi sínum en félagið er nýbúið að tryggja sér meistaratitilinn í Rúmeníu.
,,Meistarar Rúmeníu á ný. Ég hef ákveðið að binda enda á samning minn við CFR Cluj og vildi bara þakka stuðningsmönnum og liðsfélögunum fyrir síðustu 18 mánuði. Þrír titlar og góðar minningar,“ skrifar Rúnar í færslu á Instagram.
Rúnar gekk til liðs við Cluj frá FC Astana í Kasakstan í febrúar á síðasta ári. Hjá Cluj hefur hann spilað 37 leiki, skorað 8 mörk og gefið 4 stoðsendingar.
View this post on Instagram