fbpx
Miðvikudagur 12.nóvember 2025
433Sport

Besta deild karla: Blikar burstuðu Íslandsmeistarana í Víkinni

Ísak Gabríel Regal
Mánudaginn 16. maí 2022 21:21

Mynd/Helgi Viðar

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Breiðablik vann 3-0 sigur gegn Íslands- og bikarmeisturum Víkings í stórleik kvöldsins í Bestu deild karla í fótbolta.

Hart var barist í fyrri hálfleik en hvorugu liði tókst að skora og staðan markalaus þegar liðin gengu til búningsherbergja. Ísak Snær Þorvaldsson skoraði svo sjöunda mark sitt á leiktíðinni er hann kom Blikum yfir á 56. mínútu.

Mörk frá Jasoni Daða og Kristni Steindórssyni á fjögurra mínútna kafla gerðu út um leikinn fyrir Blika sem spiluðu Víkinga sundur og saman. Kristall Máni Ingason fékk að líta rauða spjaldið fyrir olnbogaskot undir lok leiks er Blikar hirtu öll stigin.

Breiðablik er átta stigum á undan Víkingi á toppi deildarinnar og eiga þar að auki leik til góða á Íslandsmeistarana en Víkingar eru með 10 stig eftir sjö leiki.

Víkingur 0 – 3 Breiðablik
0-1 Ísak Snær Þorvaldsson (’56)
0-2 Jason Daði Svanþórsson (’73)
0-3 Kristinn Steindórsson (’77)

KR vann 1-0 sigur á Keflavík í Vesturbæ. Þorsteinn Már Ragnarsson skoraði sigurmark KR-inga með skalla á 67. mínútu. KR er í fimmta sæti með 10 stig en Keflvíkingar eru í vandræðum með fjögur stig eftir sjö leiki.

KR 1 – 0 Keflavík
1-0 Þorsteinn Mar Ragnarsson (’67)

Þá vann Fram fyrsta leik sinn á tímabilinu gegn Leikni á Domusnovavellinum í Breiðholti. Gestirnir leiddu 1-0 í hálfleik eftir mark Fred Saraiva á 11. mínútu. Emil Berger jafnaði metin fyrir Leikni á 64. mínútu en Guðmundur Magnússon skoraði sigurmark Framara átta mínútum síðar. Lokatölur 2-1.

Fram fer upp í 8. sæti með sigrinum en Leiknir situr á botninum með tvö stig og þarf að bíða lengur eftir fyrsta sigri liðsins á leiktíðinni.

Leiknir R. 1  – 2 Fram
0-1 Fred Saraiva (’11)
1-1 Emil Berger (’64)
1-2 Guðmundur Magnússon (’72)

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Kennir leikmönnum Liverpool um erfiða byrjun Florian Wirtz

Kennir leikmönnum Liverpool um erfiða byrjun Florian Wirtz
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Ósætti á bak við tjöldin – Gæti fengið sparkið fljótlega

Ósætti á bak við tjöldin – Gæti fengið sparkið fljótlega
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Robertson opnar sig um hugsanleg endalok hjá Liverpool

Robertson opnar sig um hugsanleg endalok hjá Liverpool
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Arsenal biðlar til ensku úrvalsdeildarinnar

Arsenal biðlar til ensku úrvalsdeildarinnar
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Valtý heitt í hamsi og spyr hvort Íslendingar telji sig öðrum fremri – „Maður er búinn að heyra þessa skýringu allt of oft“

Valtý heitt í hamsi og spyr hvort Íslendingar telji sig öðrum fremri – „Maður er búinn að heyra þessa skýringu allt of oft“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Ummæli hans um eiginkonu vinar síns rötuðu upp á yfirborðið – „Ég vissi af þessu“

Ummæli hans um eiginkonu vinar síns rötuðu upp á yfirborðið – „Ég vissi af þessu“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

McTominay fundaði með yfirmönnunum og bað um leikmann Manchester United

McTominay fundaði með yfirmönnunum og bað um leikmann Manchester United
433Sport
Í gær

Er þetta arftaki Salah á Anfield?

Er þetta arftaki Salah á Anfield?
433Sport
Í gær

Staðfesta sorglegt andlát – Var þekkt nafn á svæðinu

Staðfesta sorglegt andlát – Var þekkt nafn á svæðinu