Aron Jóhannsson leikmaður Vals er með brotið rifbein en Aron fékk högg í leik gegn FH í Bestu deildinni á dögunum.
Aron hefur misst af síðustu tviemur leikjum Vals vegna þess en Steven Lennon leikmaður FH keyrði inn í Aron í leiknum.
Þetta kom fram í hlaðvarpsþættinum Dr. Football í gær en óvíst er hversu lengi Aron verður frá.
Þá meiddust Patrick Pedersen og Arnór Smárason í upphitun Vals í gær og tóku ekki þátt í leik liðsins gegn Stjörnunni.
Stjarnan skoraði sigurmark undir lok leiksins og vann 0-1 sigur á Val. Aron gekk í raðir Vals fyrir tímabilið og hafði farið ágætlega af stað í upphafi Bestu deildarinnar.