Glódís Perla Viggósdóttir og Karólína Lea Vilhjálmsdóttir léku báðar fyrir Bayern Munchen er liðið burstaði Turbin Potsdam í þýsku úrvalsdeild kvenna í dag. Leiknum lauk með 5-0 sigri Bayern.
Lokaumferðin fór fram í dag en Sveindís Jane Jónsdóttir og stöllur í Wolfsburg höfðu þegar tryggt sér þýska meistaratitilinn.
Fjögur fimm marka Bayern komu í fyrri hálflei. Jovana Damnjanović skoraði tvö mörk og Klara Bühl og Linda Dallmann eitt. Lea Schüller kórónaði sigurinn tveimur mínútum fyrir leikslok eftir stoðsendingu frá Karólína Leu.
Glódís Perla lék allann leikinn í vörninni en Karólína Lea kom inn af bekknum þegar tuttugu mínútur lifðu leiks.
Wolfsburg vann 7-1 sigur á Bayer Leverkusen. Sveindís Jane var ekki í hóp Wolfsburg í dag.