fbpx
Laugardagur 30.ágúst 2025
433Sport

Eggert Gunnþór aftur til starfa hjá FH eftir að héraðssaksóknari fellir niður málið

Ísak Gabríel Regal
Laugardaginn 14. maí 2022 19:32

Eggert Gunnþór Jónsson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eggert Gunnþór Jónsson hefur fengið leyfi frá FH til að mæta aftur til starfa hjá félaginu eftir að héraðssaksóknari felldi niður kæru á hendur honum og Aroni Einari Gunnarssyni, öðrum knattspyrnumanni.

Íslensk kona lagði fram kæru síðasta haust og sakaði tvímenningana um að hafa nauðgað sér í kjölfar landsleiks í Kaupmannahöfn árið 2010. Málið var fellt niður í gær.

Eggert Gunnþór steig til hliðar þann 21. apríl síðastliðinn að ósk FH meðan rannsókninni stóð yfir en hann er bæði leikmaður og þjálfari hjá félaginu. Knattspyrnulið FH-inga var þá harðlega gagnrýnt fyrir að hafa leikmanninn í byrjunarliðinu í Bestu deildinni í ljósi ásakana um gróft kynferðisbrot en nú fær hann að mæta aftur til starfa.

Í samræmi við fyrri yfirlýsingar félagsins og í ljósi nýrrar stöðu í málinu þar sem rannsókn er lokið og héraðssaksóknari hefur látið málið á hendur leikmanni félagsins, Eggerti Gunnþóri Jónssyni, falla niður þá hefur félagið ákveðið að hann megi aftur halda til fyrri starfa og verði aftur hluti af leikmannahópi félagsins,“ segir í yfirlýsingu FH í kvöld.

Félagið hefur lagt áherslu á vönduð og fagleg vinnubrögð í þessu viðkvæma máli og mun ekki tjá sig frekar um málið.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Voru með flugvél klára en hann mætti ekki – Skrifar nú undir hjá Chelsea

Voru með flugvél klára en hann mætti ekki – Skrifar nú undir hjá Chelsea
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

West Ham afþakkaði það að fá Andre Onana

West Ham afþakkaði það að fá Andre Onana
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Fluttur úr glæsihúsi sínu og gistir á ódýru hóteli

Fluttur úr glæsihúsi sínu og gistir á ódýru hóteli
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Babb í bátinn og orðið ólíklegt að United kaupi markvörðinn frá Belgíu

Babb í bátinn og orðið ólíklegt að United kaupi markvörðinn frá Belgíu
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Tíðindi frá Tyrklandi – Búið að reka Mourinho

Tíðindi frá Tyrklandi – Búið að reka Mourinho
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Pattstaða í máli Donnarumma sem heldur í vonina

Pattstaða í máli Donnarumma sem heldur í vonina
433Sport
Í gær

Solskjær rekinn í Tyrklandi í kvöld – Töpuðu leik og forsetinn rak hann á staðnum

Solskjær rekinn í Tyrklandi í kvöld – Töpuðu leik og forsetinn rak hann á staðnum
433Sport
Í gær

Lýsir ótrúlegri atburðarás á veitingastað – „Ég held að ég hafi sloppið vel“

Lýsir ótrúlegri atburðarás á veitingastað – „Ég held að ég hafi sloppið vel“