fbpx
Föstudagur 31.október 2025
433Sport

Eggert Gunnþór aftur til starfa hjá FH eftir að héraðssaksóknari fellir niður málið

Ísak Gabríel Regal
Laugardaginn 14. maí 2022 19:32

Eggert Gunnþór Jónsson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eggert Gunnþór Jónsson hefur fengið leyfi frá FH til að mæta aftur til starfa hjá félaginu eftir að héraðssaksóknari felldi niður kæru á hendur honum og Aroni Einari Gunnarssyni, öðrum knattspyrnumanni.

Íslensk kona lagði fram kæru síðasta haust og sakaði tvímenningana um að hafa nauðgað sér í kjölfar landsleiks í Kaupmannahöfn árið 2010. Málið var fellt niður í gær.

Eggert Gunnþór steig til hliðar þann 21. apríl síðastliðinn að ósk FH meðan rannsókninni stóð yfir en hann er bæði leikmaður og þjálfari hjá félaginu. Knattspyrnulið FH-inga var þá harðlega gagnrýnt fyrir að hafa leikmanninn í byrjunarliðinu í Bestu deildinni í ljósi ásakana um gróft kynferðisbrot en nú fær hann að mæta aftur til starfa.

Í samræmi við fyrri yfirlýsingar félagsins og í ljósi nýrrar stöðu í málinu þar sem rannsókn er lokið og héraðssaksóknari hefur látið málið á hendur leikmanni félagsins, Eggerti Gunnþóri Jónssyni, falla niður þá hefur félagið ákveðið að hann megi aftur halda til fyrri starfa og verði aftur hluti af leikmannahópi félagsins,“ segir í yfirlýsingu FH í kvöld.

Félagið hefur lagt áherslu á vönduð og fagleg vinnubrögð í þessu viðkvæma máli og mun ekki tjá sig frekar um málið.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Gagnrýnir Slot og segir hann hreinlega hafa viljað tapa leiknum í gær

Gagnrýnir Slot og segir hann hreinlega hafa viljað tapa leiknum í gær
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Manchester-félögin og Arsenal á meðal áhugasamra um eftirsóttan bita

Manchester-félögin og Arsenal á meðal áhugasamra um eftirsóttan bita
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Þorsteinn útskýrir ákvörðun sína – „Gott að koma inn fyrsta markinu“

Þorsteinn útskýrir ákvörðun sína – „Gott að koma inn fyrsta markinu“
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Gerrard tekur að sér starf

Gerrard tekur að sér starf
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn – Sjáðu mark hans í gær

Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn – Sjáðu mark hans í gær
433Sport
Í gær

Víðir furðar sig á orði sem Íslendingar nota í auknum mæli – „Þetta er tilfinningalaust stofnanamál“

Víðir furðar sig á orði sem Íslendingar nota í auknum mæli – „Þetta er tilfinningalaust stofnanamál“
433Sport
Í gær

Fyrrum stórstjarna skiptir enn og aftur um vinnu

Fyrrum stórstjarna skiptir enn og aftur um vinnu
433Sport
Í gær

Guðrún: „Fannst við hafa yfirhöndina allan tímann“

Guðrún: „Fannst við hafa yfirhöndina allan tímann“
433Sport
Í gær

Glódís með netta pillu: „Fyrst það er búið að eyða svona miklum peningum er svolítið skrýtið að það sé ekki hægt að nota völlinn“

Glódís með netta pillu: „Fyrst það er búið að eyða svona miklum peningum er svolítið skrýtið að það sé ekki hægt að nota völlinn“