Fimmtudaginn 19. maí ætlar KSÍ að efna til skemmtidags á Laugardalsvelli fyrir fjölskyldur frá Úkraínu og annað flóttafólk. Skemmtidagskrá verður í gangi frá kl. 13:00-16:00.
Þjálfarar frá KSÍ bjóða upp á knattspyrnuþrautir og leiki á grasvellinum sjálfum, og alls konar þrautir og leikir verða í kringum völlinn. Skylmingafélag Reykjavíkur, sem er með sína aðstöðu undir stúkunni á Laugardalsvelli, býður gestum að kynnast starfsemi sinni og auðvitað verður hoppukastali á svæðinu.
Boðið verður upp á grillaðar pylsur og svala og þetta verður alvöru sumarpakki fyrir hressa krakka/alla fjölskylduna.