Samkvæmt virta félagaskiptasérfræðingnum Fabrizio Romano ætlar Barcelona ekki að gefa neitt eftir í baráttunni um að krækja í Robert Lewandowski frá Bayern Munchen.
Hinn 33 ára gamli Lewandowski hefur verið stórkostlegur fyrir Bayern í fjölda ára. Hann er þó talinn vilja prófa eitthvað nýtt. Framherjinn á aðeins eitt ár eftir af samningi sínum í Þýskalandi.
Bayern vill halda honum en Pólverjinn veit hins vegar að Barcelona er tilbúið til að bjóða honum þriggja ára samning.
Það er þó enn langt í land fyrir Barcelona og Lewandowski.
Robert Lewandowski knows that Barcelona are prepared to offer him a three year deal. Barça won’t give up on this negotiation, it’s still long one… 🔴⤵️ #FCBayern https://t.co/p4JuvojNaO
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) May 12, 2022