Endurkoma Christian Eriksen á knattspyrnuvöllinn hefur verið mögnuð, danski miðjumaðurinn hefur blómstrað hjá Brentford.
Eriksen fór í hjartastopp síðasta sumar í leik með Dönum á Evrópumótinu í knattspyrnu og margir töldu að hann myndi aldrei spila fótbolta aftur.
Eriksen samdi við Brentford í janúar og hefur átt frábæran tíma þar, samningur hans er á enda í sumar.
Brentford hefur áhuga á að halda í Eriksen en hann vill taka ákvörðun um framtíð sína í sumar. Ensk blöð segja þrjá kosti vera á borði Eriksen.
Tottenham hefur áhuga á að fá Eriksen aftur en þar átti hann góða tíma áður en hann gekk í raðir Inter á Ítalíu. Antonio Conte var stjóri Inter þegar Eriksen spilaði fyrir félagið en hann er í dag með Tottenham.
Manchester Untied hefur einnig sýnt Eriksen áhuga en ensk blöð segja að Erik ten Hag sem tekur við liðinu í sumar hafi áhuga á danska miðjumanninum.
Þá hefur Brentford mikinn áhuga á að halda í Eriksen en þar hefur danska miðjumanninum liðið vel.