Eins og við greindum frá fyrr í dag var hrækt á Óskar Hrafn Þorvaldsson þjálfara Breiðabliks á Akranesi um helgina. Atvikið átti sér stað í leik ÍA og Breiðabliks í Bestu deildinni á laugardag og myndband náðist af atvikinu og má sá það hér fyrir neðan.
Hlaðvarpsþátturinn Þungavigtin greindi fyrst frá.
Samkvæmt heimildum 433.is rigndi hrákum yfir bekk Breiðabliks nánast linnulaust allan síðari hálfleikinn en hið minnsta ein endaði á Óskari Hrafni.
Eggert Ingólfur Herbertsson formaður knattspyrnudeildar ÍA kvaðst í samtali við 433.is meðvitaður um málið, hann sagði Skagamenn taka því alvarlega og að farið yrði í aðgerðir til þess að koma í veg fyrir að svona atvik komi upp aftur.