KR tók á móti KA í Bestu deild karla í dag.
Heimamenn voru líklegri aðilinn í fyrri hálfleik. Þá fékk Oleksii Bykov í liði KA rautt spjald á 36. mínútu fyrir að slá til Kjartans Henry Finnbogasonar.
Markalaust var þegar liðin gengu til búningsklefa í hálfleik.
Arnar Grétarsson, þjálfari KA, var pirraður á hliðarlínunni í kvöld og uppskar hann rautt spjald á 48. mínútu.
Tíu leikmönnum KA tókst að loka vel á KR-inga í seinni hálfleik og sækja virkilega sterkt stig manni færri.
KR er aðeins með fjögur stig eftir jafnmarga leiki. KA er í öðru sæti með 10 stig.