
Mjólkurbikar karla er farinn að rúlla. Ellefu leikir fóru fram í fyrstu umferð í kvöld.
Lengjudeildarliðin Grótta, Afturelding og Grindavík voru til að mynda öll í eldlínunni.
Grótta vann 8-0 sigur á KH. Sigurður Hrannar Þorsteinsson gerði tvö mörk í leiknum og Kjartan Kári Halldórsson önnur tvö. Þá skoruðu þeir Júlí Karlsson, Kristófer Orri Pétursson, Óliver Dagur Thorlacius og Luke Morgan Conrad Rae einnig.
Afturelding vann Ými þá 5-0. Hrafn Guðmundsson gerði fyrsta mark leiksins áður en Elmar Kári Enesson Gocig fylgdi með tvö. Sigurður Gísli Bond Snorrason skoraði svo fjórða markið áður en Ásgeir Frank Ásgeirsson gerði það fimmta.
Grindavík vann 0-6 sigur á Elliða. Aron Jóhannsson gerði tvö mörk í leiknum. Hin fjögur mörkin skoruðu þeir Dagur Ingi Hammer Gunnarsson, Sigurjón Rúnarsson, Kario Asa Jacob Edwards-John og Viktor Guðberg Hauksson.
Í öðrum leikjum unnu Haukar 4-1 sigur á Létti, Þróttur marði KFK 0-1 og KFG vann Augnablik svo eitthvað sé nefnt.
Öll úrslit kvöldsins
Reynir 6-1 Árbær
Grótta 8-0 KH
Boltafélag Norðfjarðar 0-2 Einherji
KFK 0-1 Þróttur R.
Afturelding 5-0 Ýmir
Elliði 0-6 Grindavík
Haukar 4-1 Léttir
KFB 0-15 Ægir
KFG 2-2 Augnablik (4-2 eftir framlengingu)
Vængir Júpíters 7-0 Álafoss
RB 10-4 Gullfálkinn