fbpx
Miðvikudagur 06.ágúst 2025
433Sport

Glódís Perla: ,,Við erum með þetta í okkar eigin höndum“

Aron Guðmundsson
Fimmtudaginn 7. apríl 2022 18:47

Fyrirliðinn Glódís Perla Viggósdóttir skoraði í dag.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Glódís Perla Viggósdóttir, lék í kvöld sinn 100. A-landsleik fyrir íslenska kvennalandsliðið þegar að Ísland vann 5-0 sigur á Hvíta-Rússlandi. Hún var að vonum ánægð með sigurinn og þá staðreynd að Ísland er komið í bílstjórasætið í sínum riðli.

,,Þessi leikur var bara flottur af okkar hálfu. Við erum í smá brasi í byrjun en svo um leið og við skorum fyrsta markið kemur ró í leik okkar,“ sagði Glódís á blaðamannafundi eftir leik.

Hún segir það ótrúlega gaman og mikinn heiður að vera í þessu íslenska liði og að hafa fengið traustið í öllum þessum 100 leikjum til þessa. ,,Vonandi verða leikirnir miklu fleiri.“

Aðspurð um framhaldið segir hún það kýrskýrt.

,,Framhaldið er bara leikur á þriðjudaginn á móti Tékklandi sem við ætlum að vinna. Við erum með þetta í okkar eigin höndum en það var mjög gott að koma úr þessum leik með sannfærandi sigri. Leikurinn á móti Tékkum verður allt öðruvísi.“

Sara Björk Gunnarsdóttir sneri aftur í íslenska landsliðið í kvöld eftir langa fjarveru. Glódís segir það ótrúlega gott að fá hana aftur inn.

,,Hún kemur inn með mikla reynslu og er frábær leikmaður. Við erum bara glaðar að fá hana inn. Hún styrkir hópinn gríðarlega mikið.Sara má vera mjög stolt af sér og við erum glaðar að fá hana aftur,“ sagði Glódís Perla Viggósdóttir, á blaðamannafundi íslenska landsliðsins eftir yfirburðar 5-0 sigur á Hvíta-Rússlandi í dag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum
Högg í maga Valsara
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Sjáðu mörkin er Blikar fóru illa með Val í stórleiknum

Sjáðu mörkin er Blikar fóru illa með Val í stórleiknum
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum
Wilshere að snúa aftur?
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Framlengir við nýliðana á Englandi

Framlengir við nýliðana á Englandi
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Watkins ekki eini varakostur United – Margir á blaði

Watkins ekki eini varakostur United – Margir á blaði
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Partey laus gegn tryggingu og heldur til Spánar

Partey laus gegn tryggingu og heldur til Spánar
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Svakalegur viðbúnaður er Íslendingar mætast í kvöld – Lögreglumenn sendir yfir

Svakalegur viðbúnaður er Íslendingar mætast í kvöld – Lögreglumenn sendir yfir
433Sport
Í gær

Lars slasaðist og kemur ekki til Íslands – „Er miður sín“

Lars slasaðist og kemur ekki til Íslands – „Er miður sín“
433Sport
Í gær

Newcastle komið í bílstjórasætið eftir vendingar í dag?

Newcastle komið í bílstjórasætið eftir vendingar í dag?
433Sport
Í gær

Viðtal við fyrirliða Manchester United vekur mikla athygli – Skóf ekki af því er hann ræddi stöðuna

Viðtal við fyrirliða Manchester United vekur mikla athygli – Skóf ekki af því er hann ræddi stöðuna
433Sport
Í gær

Erfið verkefni bíða Blika og Víkinga

Erfið verkefni bíða Blika og Víkinga