Jurgen Klopp stjóri Liverpool segir engin vandamál í kringum samnignamál Mo Salah og segir að hann sé ekki þannig karakter.
Umboðsmaður Salah hefur látið hafa eftir sér að Salah skrifi ekki undir það tilboð sem Liverpool sé með á borðinu. Samningur hans er á enda eftir 16 mánuði. Ljóst er að Liverpool vill sjá Salah skrifa undir fyrir sumarið.
Ná Salah ekki saman við Liverpool eru líkur á því að enska félagið selji sinn besta mann frekar en að eiga á hættu að missa hann frítt sumarið 2023.
„Samningamál Salah eru ekki að skapa okkur nein vandamál, Mo er ekki þannig,“ sagði Jurgen Klopp stjóri Liverpool um stöðu mála.
„Hann leggur sig allan fram á þessu tímabili og síðan ræðum við hina hlutina. Þá skoðum við framtíðina.“
Salah verður í fullu fjöri þegar Liverpool mætir Arsenal í ensku úrvalsdeildinni í kvöld í Lundúnum.
Klopp: „Mo Salah contract saga’s not creating any problem. Mo’s not like that. He’s completely committed this season, then we’ll talk about the rest – future, immediate, further“. 🔴 #LFC
„The decisive parties are in contact and the rest we will see“. #Salah pic.twitter.com/V50Nb2X9yO
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) March 16, 2022