Christian Eriksen, leikmaður enska úrvalsdeildarfélagsins Brentford hefur verið valinn aftur í danska landsliðið í knattspyrnu í fyrsta skipti síðan að hann fór í hjartastopp í leik með liðinu á EM í fyrra.
Eriksen hefur náð undraverðum bata síðan að hann fór í hjartastopp í leik gegn Finnlandi á Evrópumótinu í Englandi í fyrra.
,,Ég hef fylgst vel með hans framgöngu, farið til London til að sjá hann og hann er í góðu formi. Líkamlega séð er hann mjög vel á sig kominn og er að spila á mjög háu gæðastigi þessa stundina með Brentford,“ sagði Kasper Hjulmand, landsliðsþjálfari Danmerkur um Christian Eriksen.
Christian Eriksen is in Denmark’s squad for the first time since suffering a cardiac arrest at Euro 2020.
Fantastic to see him back 👏🇩🇰 pic.twitter.com/9xaku5rHLg
— ESPN FC (@ESPNFC) March 15, 2022