fbpx
Miðvikudagur 26.nóvember 2025
433Sport

Sakaður um að stinga náinn vin í bakið þegar hann var í sárum sínum í gær

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 8. mars 2022 11:00

Terry og Lampard Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

John Terry fyrrum fyrirliði Chelsea er sakaður um að stinga sinn gamla félaga Frank Lampard í bakið. Terry birti Twitter færslu í gær sem fer öfugt ofan í marga.

Lampard er í dag stjóri Everton. Tottenham tók á móti Everton á heimavelli í ensku úrvalsdeildinni í gær. Tottenham er í baráttu um Meistaradeildarsæti á næstu leiktíð en Everton er hins vegar í fallbaráttu. Ryan Sessegnon gaf boltann fyrir markið á 14. mínútu og Michael Keane, varnarmaður Everton, setti boltann í eigið net.

Tottenham menn tóku öll völd á vellinum eftir fyrsta markið og bættu við öðru marki þremur mínútum síðar. Dejan Kulusevski gaf þá á Heung-min Son sem lét vaða en Jordan Pickford hefði mátt gera betur í marki Everton. Heimamenn óðu í færum í fyrri hálfleik og Harry Kane bætti við þriðja markinu á 37. mínútu eftir sendingu frá Matt Doherty og staðan 3-0 þegar flautað var til loka fyrri hálfleiks. Everton var ekki með skot í öllum hálfleiknum.

Sergio Reguilon kom inn á sem varamaður í hálfleik og skoraði með fyrstu snertingu sinni í leiknum þegar hann setti boltann í netið eftir fyrirgjöf frá Kulusevski. Harry Kane bætti við fimmta marki heimamanna á 55. mínútu eftir aðra stoðsendingu frá Matt Doherty og lokatölur 5-0.

Terry horfði á leikinn eins og margir og birti þessa færslu.

Færslan fór öfugt ofan í marga og er Terry ítrekaður kallaður snákur og fleira í þeim dúr.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Þrjú félög til í að bjarga honum frá Liverpool

Þrjú félög til í að bjarga honum frá Liverpool
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Óhugnanlegt atvik til rannsóknar – Fylgdust með fjölskyldunni í nokkurn tíma og létu svo til skarar skríða

Óhugnanlegt atvik til rannsóknar – Fylgdust með fjölskyldunni í nokkurn tíma og létu svo til skarar skríða
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Skákuðu sjálfum sér í vafasömum tölfræðiþætti um helgina

Skákuðu sjálfum sér í vafasömum tölfræðiþætti um helgina
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Stuðningsmenn United taka leikmann sinn til bæna eftir gærkvöldið

Stuðningsmenn United taka leikmann sinn til bæna eftir gærkvöldið
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Neville ræðir orðróma sem hann hefur heyrt um framtíð Slot hjá Liverpool

Neville ræðir orðróma sem hann hefur heyrt um framtíð Slot hjá Liverpool
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Söðlar um innan Lengjudeildarinnar

Söðlar um innan Lengjudeildarinnar
433Sport
Í gær

Arfaslakt hjá United gegn tíu leikmönnum Everton

Arfaslakt hjá United gegn tíu leikmönnum Everton
433Sport
Í gær

Tómas Þór segir frá óvæntum fundi í Hafnarfirði – „Ég veit ekki hvort hann hafi runnið í hálku“

Tómas Þór segir frá óvæntum fundi í Hafnarfirði – „Ég veit ekki hvort hann hafi runnið í hálku“
433Sport
Í gær

Alex Freyr skrifar undir hjá Njarðvík

Alex Freyr skrifar undir hjá Njarðvík