Virgil van Dijk var á sínum stað í byrjunarliði Liverpool er liðið tók á móti West Ham í ensku úrvalsdeildinni í gær. Leiknum lauk með 1-0 sigri Liverpool.
Van Dijk kom til Liverpool í janúar árið 2018 fyrir stórfé frá Southampton. Síðan þá hefur hann slegið í gegn hjá Liverpool og spilaði stórt hlutverk þegar Liverpool vann Meistaradeildina og ensku úrvalsdeildina.
Í gær náði hann merkum áfanga en hann spilaði sinn 60. leik á Anfield. Í þessum 60 leikjum hefur hann aldrei tapað og setti hann með því met. Hann hefur unnið 52 leiki og gert jafntefli í 8 leikjum á Anfield.
60 – Virgil van Dijk has never been on the losing side for Liverpool in 60 Premier League games at Anfield, setting a new record for most home games for a single club without ever losing in the competition (W52 D8). Imperious. pic.twitter.com/3WAjoBSrBO
— OptaJoe (@OptaJoe) March 5, 2022